Brentford Football Club er enskt knattspyrnulið frá Brentford í vestur-London sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var stofnað árið 1889 og spilaði á heimavelli sínum Griffin Park frá 1904-2020. Frá 2020 spilaði liðið á nýjum velli; Brentford Community Stadium. Helstu andstæðingar eru nágrannaliðin Fulham FC og Queens Park Rangers.

Brentford Football Club
Fullt nafn Brentford Football Club
Gælunafn/nöfn The Bees
Stofnað 1889
Leikvöllur Brentford Community Stadium
Stærð 17.250
Stjórnarformaður Cliff Crown
Knattspyrnustjóri Thomas Frank
Deild Enska úrvalsdeildin
2023/2024 16. af 20
Heimabúningur
Útibúningur
Griffin Park sem var heimavöllur liðsins 1904-2020.
Brentford Community Stadium er nálægt Kew Bridge.

Liðið komst í efstu deild 2021 eftir umspil en það hafði ekki spilað þar í nær 75 ár (1946-1947). Liðið endaði í 13. sæti tímabilið 2021-2022 og 9. sæti tímabilið eftir.

Íslensku markmennirnir Patrik Gunnarsson og Hákon Rafn Valdimarsson hafa verið til mála hjá félaginu.

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.