Forsetakjör á Íslandi 2008

Forsetakjör á Íslandi 2008 fór fram án almennrar atkvæðagreiðslu þar sem einungis barst framboð sitjandi forseta. Forsetakjör hefði annars farið fram þann 28. júní 2008[1] ef fleiri en eitt framboð hefði komið fram. Þegar framboðsfrestur rann út 23. maí hafði aðeins borist framboð sitjandi forseta Ólafs Ragnars Grímssonar sem var því sjálfkjörinn og hóf sitt fjórða kjörtímabil 1. ágúst 2008.[2]

Enginn mótframbjóðandi bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari 2008.

Í nýársávarpi forseta 1. janúar 2008 gaf Ólafur Ragnar kost á sér til endurkjörs sem forseti Íslands. [3]

Ástþór Magnússon sem bauð sig fram í forsetakjöri 1996 og 2004 hélt blaðamannafund í janúar 2008 þar sem hann gaf ekki upp hvort að hann sæktist sjálfur eftir embættinu en bauðst til þess að greiða kostnað vegna forsetakosninga úr eigin vasa ef af yrði.[4] Hann lýsti því svo yfir í apríl að hann hygðist ekki bjóða sig fram.[5]

Ekki kom til kosninga svo Ólafur Ragnar Grímsson var settur í settur í embætti forseta Íslands í fjórða sinn við hátíðlega athöfn 1. ágúst 2008. Næsta forsetakjör fór fram árið 2012.


Fyrir:
2004
Forsetakjör Eftir:
2012

Tilvísanir

breyta
  1. „Lög um framboð og kjör forseta Íslands“. Sótt 20. desember 2008.
  2. „Forsetinn sjálfkjörinn“. Morgunblaðið. 24.05.2008. Sótt 21.06.2024.
  3. „Gefur kost á sér til endurkjörs“. Sótt 2. janúar 2008.
  4. „Ástþór býðst til að borga fyrir lýðræðið“. 24. janúar 2008.
  5. „Ástþór býður sig ekki fram“. 27. apríl 2008.

Tenglar

breyta
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.