Kaólín eða postulínsleir tilheyrir hópi leirsteinda.

Kaólín

Lýsing

breyta

Kristaleinkenni sjást ekki þar sem kristalar eru örsmáir og blaðlaga. Myndar hvítleit lög og hreiður þar sem hveravatn og gufa hafa ummyndast í feldspatríkt berg. Leirinn er þéttur í sér, þjáll og límkenndur þegar hann er rakur og auðvelt er að móta hluti úr honum.

  • Efnasamsetning: Al2Si2O5(OH)4
  • Kristalgeð: Tríklín
  • Harka: 2-2½
  • Eðlisþyngd: 2,6
  • Kleyfni: Góð

Útbreiðsla

breyta

Finnst við gufuhveri á háhitasvæðum og er hreinast við súra hveri í líparítshraunum. Hefur fundist á Íslandi við Hrafntinnusker og í Mókollsdal í Strandasýslu.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.