Fara í innihald

Reykingabann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 7. júlí 2024 kl. 21:54 eftir Hugstar (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júlí 2024 kl. 21:54 eftir Hugstar (spjall | framlög) (Skipti orðinu "takmark" út fyrir samheitið "markmið", sem hefur ekki eins tvíræða merkingu.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
„Reykingar bannaðar“.

Reykingabann er bann við reykingum á opinberum stöðum og vinnustöðum. Reykingar eru bannaðar í mörgum löndum á opinberum stöðum eins og veitingahúsum og börum, einnig í almenningssamgöngutækjum eins og strætisvögnum og flugvélum.

Markmið reykingabanns er að koma í veg fyrir áhrif óbeinna reykinga sem eru taldar stuðla að hjartasjúkdómum, krabbameinum, lungnaþembu og fleiri sjúkdómum. Reykingabönn geta líka dregið úr eldhættu og sprengihættu þar sem sprengiefni eru handleikin, aukið hreinlæti þar sem matur er búinn til, dregið úr magni rusls, minnkað orkunotkun loftræstikerfa og stuðlað að því að reykingamenn hætti reykingum.

Reykingabann á opinberum stöðum á Íslandi gekk í gildi árið 2007.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.