Fara í innihald

Dynjandi

Hnit: 65°43′57″N 23°11′55″V / 65.7325192°N 23.1985946°V / 65.7325192; -23.1985946
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Dynjandi
Kort sem sýnir staðsetningu fossins
Map
StaðsetningArnarfjörður, Vestfirðir, Ísland
Hnit65°43′57″N 23°11′55″V / 65.7325192°N 23.1985946°V / 65.7325192; -23.1985946[1]
Hæð100 m
VatnsrásDynjandisá

Dynjandi (eða Fjallfoss) er 100 metra hár foss í Arnarfirði á Vestfjörðum Íslands. Fossinn kemur ofan af Dynjandisheiði og fyrir neðan hann er einnig eyðibýli sem heitir Dynjandi. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Fleiri fossar eru í fossaröðinni: Bæjarfoss, Hundafoss, Göngumannafoss, Strompglúfrafoss og Hæstahjallafoss. Fossinn var friðlýstur árið 1980.

Meðal sumarrennsli Dynjandisár er 2 til 8 rúmmetrar en meðal vetrarrennsli er 1 til 4 rúmmetrar vatns á sekúndu. Upptök sín á áin í smávötnum á Dynjandisheiði.

Myndir

Heimild

  • „Dynjandisfoss“. Sótt 1. desember 2005.

Tilvísanir

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.