Fara í innihald

Helsingforssamningurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Undirritun samningsins.
Fánar aðildarríkja Helsingforssamningsins.

Helsingforssamningurinn er sáttmáli sem Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð undirrituðu 1962 og kveður á um norrænt samstarf á fjölmörgum sviðum. Samningurinn ákvarðar meðal annars um hlutverk og starf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Samningurinn hefur verið uppfærður nokkrum sinnum frá því að hann var fyrst staðfestur. Síðustu breytingar gengu í gildi 1996.

Í samningnum er kveðið á um réttarsamstarf, samstarf í menningarmálum, félagsmálum, efnahagsmálum, samgöngumálum, á sviði umhverfisverndar auk annars samstarfs. Þá er í honum ákvæði um sérstaka samninga og tilhögun norræns samstarfs

Tengill