Fara í innihald

Info Norden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Info Norden (áður Halló Norðurlönd) er upplýsingaveita á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Norræna félagið á Íslandi sér um rekstur Íslandsdeildar þjónustunnar. Hún veitir upplýsingar varðandi flutning, atvinnu og nám á Norðurlöndunum til einstaklinga og fyrirtækja. Þjónustan var sett á laggirnar 1998 en vefsíða Info Norden kom til sögunnar 2002.

Upplýsingaþjónustan er á íslensku, dönsku, sænsku, norsku og finnsku. Notendur geta fundið hagnýtar upplýsingar um hvert Norðurlandanna á vefsíðu Info Norden. Einnig er hægt að senda sérstaka fyrirspurn frá síðunni á hverju undantöldu tungumálanna og jafnframt fá svar á því norræna tungumáli sem óskað er eftir. Info Norden taka einnig við fyrirspurnum í síma.

Info Norden er liður í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar um afnám hindrana sem koma í veg fyrir hreyfanleika á milli Norðurlandanna.

Tenglar