Fara í innihald

Maui

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gervihnattamynd af Maui.
Mauí

Maui er önnur stærsta eyjan í Havaí-eyjaklasanum eða 1.883 km2 og 17. stærsta eyja Bandaríkjanna. Íbúar voru 168.000 árið 2020. Ferðaþjónusta er mikilvægasta atvinnugreinin. Hæsti punktur Maui er Haleakalā, (3.055 m).

Árið 2023 urðu miklir skógareldar á eyjunni og gjöreyðilagðist bærinn Lāhainā og létust yfir 100 manns.