Fara í innihald

Spjall:Hollenska

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Hollenska er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Jú, það er rétt að segja að einhverju fari minnkandi, en ekki að eitthvað fari minnkandi. – Krun 20. janúar 2006 kl. 00:57 (UTC)[svara]

Úbbs, þetta kann rétt að vera, en ég hef samt ekki vanist því að nota þágufall með "fer minnkandi/vaxandi). Er ekki líka sagt „það fer í vöxt..“ og mörg fleiri dæmi má telja þar sem nefnifallið er notað. En ég verð að viðurkenna, að það eru líka mörg dæmi þar sem vafalaust er rétt að nota þágufallið. Svo að ég er í vafa... --Mói 20. janúar 2006 kl. 01:22 (UTC)[svara]
Þetta orðaasmband er svipað því að fara aftur, sem einnig tekur þágufall. Ja, það getur tekið nefnifall, en þá þýðir það bara annað. Ég fer aftur (heim) vs. Mér fer aftur (mér hrakar, ég versna). – Krun 20. janúar 2006 kl. 02:09 (UTC)[svara]
Geturðu nefnt heimild fyrir þessari orðanotkun? Ég hef aldrei heyrt um að "einhverju fari minnkandi" (þótt vissulega sé þágufall í "einhverju fer aftur" í þessari merkingu), aðeins að "eitthvað fari minnkandi"... --Akigka 20. janúar 2006 kl. 09:54 (UTC)[svara]

Mér sýnist margt af því sem komið er af þessari grein vera skrifað út frá sjónarhóli enskrar tungu og enskrar orðanotkunar og þyrfti að stokkast eitthvað upp til að hæfa íslenskunni. Fyrst og fremst ætti kaflinn um nafngiftir frekar heima í greininni um þýsku, hér missir hann að miklu leyti marks. --EinarBP 20. janúar 2006 kl. 11:03 (UTC)[svara]

Já, ég var líka í svolitlum vandræðum þegar kom að þessum kafla, en vegna þess að svo margir Íslendingar nota enskar heimildir þarf eiginlega að koma fram þetta með ruglinginn á Dutch/Diets/Duits/Deutsch. Það gæti verið sniðugt að færa sumt af þessu á greinina um þýsku, en að mínu mati verður þetta að koma fram að einhverju leyti (sérstaklega vegna diets, sem Hollendingar notuðu á einhverjum tímapunkti um sjálfa sig. – Krun 20. janúar 2006 kl. 14:57 (UTC)[svara]
Úr því að þessi grein er orðin grein mánaðarins finnst mér mikilvægt að málfar á henni sé sem best. Ég breytti einu sinni úr "...þessari orðnotkun fer minnkandi" í "...þessi......" en því var snarlega breytt til baka við misjafnar undirtektir eins og sjá má hér að ofan. Ég lét þá kyrrt liggja vegna þess að ég gat hvergi fundið orðasambandið ...að fara minnkandi... í þeim orðabókum sem ég leitaði í. Nú hef ég hins vegar við höndina Stóru orðabókina um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson, JPV útgáfa, Reykjavík 2005, en þar er dæmi á bls. 456 undir uppflettiorðinu minnka: <bóklestur> fer <smá-, heldur, ört> minnkandi. Þetta tekur að mínu mati af öll tvímæli um þetta og breyti ég því öðru sinni í "þessi orðnotkun fer minnkandi". Vonandi fær það að standa þannig framvegis.--Mói 4. september 2007 kl. 10:15 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta augljóst mál. Hélt þessu hefði fyrir löngu verið breytt aftur í e-ð fer minnkandi. Held að Krun hafi þarna hreinlega verið að rugla saman við e-u fer aftur eða e-u fer hrakandi. --Akigka 4. september 2007 kl. 10:52 (UTC)[svara]

Munkur í nunnuklaustri?

[breyta frumkóða]

Eitthvað þykir mér fullyrðingin um að eitt elsta dæmi um ritaða hollensku sé skrifað af munki í nunnuklaustri. Þó gæti auðvitað verið að setningin sé rétt. Gott væri að vita hvaðan þetta kemur. --Sterio 10. september 2007 kl. 22:57 (UTC)[svara]