Fara í innihald

Alistair Darling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Alistair Darling

Alistair Maclean Darling, Darling barón af Roulanish (28. nóvember 1953 – 30. nóvember 2023) var fjármálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Gordons Browns. Hann var kosinn á breska þingið fyrir Verkamannaflokkinn í Suðvesturkjördæmi í Edinborg í Skotlandi. Darling er menntaður lögfræðingur, hann var fyrst kosinn á þing árið 1987. Verkamannaflokkurinn var við völd í Bretlandi frá 1997 til 2010 og Darling sat, ásamt Gordon Brown og Jack Straw samfellt í ríkisstjórn þennan tíma. Hann var atvinnu- og lífeyrismálaráðherra frá 1998-2002, samgöngumálaráðherra 2002-6, Skotlandsráðherra 2003-6, viðskipta- og iðnaðarráðherra 2006-7 og loks fjármálaráðherra frá því í júní 2007 til maí 2010.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.