Fara í innihald

Drekar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Drekar
Lasiochernes cretonatus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Áttfætlur (Arachnida)
Ættbálkur: Drekar (Pseudoscorpionida)
Haeckel (1866)
Yfirættir

Drekar (fræðiheiti: Pseudoscorpionida) eru ættbálkur liðdýra af áttfætluflokki. Drekar líkjast sporðdrekum nokkuð í útliti en flokkast ekki sem slíkir, enda hafa þeir hafa ekki hala eins og sporðdrekarnir. Drekar eru 2-8 mm langir, líkami þeirra samanstendur af búk sem skiptist í perulaga afturbol og höfuðbol, 8 fótum og 2 klóskerum.