Húnabyggð

sveitarfélag við Húnaflóa, Norðurlandi vestra, Íslandi

Húnabyggð er sveitarfélag við Húnaflóa á Norðurlandi vestra sem varð til við sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps árið 2022. Kosið var um sameininguna 19. febrúar 2022 og var hún samþykkt með 97,8% gildra atkvæða í Blönduósbæ og 62,3% gildra atkvæða í Húnavatnshreppi. Sameiningin tók gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 2022 en samhliða þeim kosningum fór fram könnun á meðal íbúa um nafn á hið sameinaða sveitarfélag. Nafnið Húnabyggð fékk þar 69% fylgi, Blöndubyggð 23% og Húnavatnsbyggð 8%.

Húnabyggð
Staðsetning Húnabyggðar
Staðsetning Húnabyggðar
Hnit: 65°40′N 20°18′V / 65.667°N 20.300°V / 65.667; -20.300
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarBlönduós
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriPétur Arason
Flatarmál
 • Samtals4.489 km2
 • Sæti7. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals1.349
 • Sæti31. sæti
 • Þéttleiki0,3/km2
Póstnúmer
540, 541
Sveitarfélagsnúmer5613
Vefsíðahunabyggd.is

Í atkvæðagreiðslu sem fram fór 8. til 22. júní 2024 samþykktu íbúar Húnabyggðar og Skagabyggðar að sameina sveitarfélögin.[1] Sameiningin tók gildi 1. ágúst sama ár undir nafni Húnabyggðar. Sitjandi sveitarstjórn í Húnabyggð varð jafnframt sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags.[2]

Húnabyggð er á meðal stærstu sveitarfélaga landsins að flatarmáli og nær nú yfir alla Austur-Húnavatnssýslu að undanskildu Sveitarfélaginu Skagaströnd, frá Skaga upp á miðhálendið þar sem hlutar bæði Langjökuls og Hofsjökuls eru innan marka sveitarfélagsins og Kjalvegur þar á milli. Blönduvirkjun er einnig í sveitarfélaginu með tilheyrandi miðlunarlónum. Þéttbýli er á Blönduósi.

Sveitarstjórn

breyta

Núverandi sveitarstjórn var kjörin í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Skipting fulltrúa var eftirfarandi:

FlokkurFulltrúar
Sjálfstæðismenn og óháðir (D)4
Framsókn og aðrir framfarasinnar (B)3
H-listinn (H)1
Gerum þetta saman (G)1
Samtals9

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda saman meirihluta í sveitarstjórn.

Tilvísanir

breyta
  1. „Húnabyggð og Skagabyggð sameinast“. Visir.is. 22. júní 2024.
  2. „Sameining Skagabyggðar og Húnabyggðar formlega staðfest“. Húnabyggð. 29. júlí 2024.