Fara í innihald

Framleiðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bílaframleiðsla með þjörkum.

Framleiðsla er það þegar hráefni er breytt í fullunna vöru með vinnu og framleiðslutækjum. Fjöldaframleiðsla er framleiðsla á miklu magni vöru (framleiðslu í stórum stíl) með því að notast við skipulagt framleiðslukerfi og fer fram í verksmiðju. Framleiðslugeirinn er oft skilgreindur sem „annar atvinnugeirinn“ (á eftir frumframleiðslugeiranum). Framleiðsla nær yfir alls konar tegundir athafna, allt frá handverkihátækni, en er oftast notað um iðnaðarframleiðslu. Afurðir iðnaðarframleiðslu eru ýmist seldar til annarra framleiðenda sem nota þær við gerð flóknari vara (til dæmis flugvélar, heimilistæki, húsgögn eða bíla), eða er dreift með aðstoð þriðja geirans (þjónustugeirans) til neytenda (oftast í gegnum heildsala sem aftur selja til smásala sem selja beint til viðskiptavina).

Framleiðsluverkfræði er undirgrein verkfræði sem fæst við framleiðsluferla, til að besta þau skref sem þarf til að breyta hráefni í fullunna vöru. Framleiðsluferlið hefst með vöruhönnun og efnislista. Oft felur framleiðslan í sér gerð íhluta sem settir eru saman í endanlega vöru. Í sumum framleiðslugeirum er því stundum talað um samsetningu, fremur en framleiðslu.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.