Fara í innihald

Hönd Guðs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hönd guðs var mark sem var skorað af Diego Maradona í átta liða úrslitum Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu 1986 þegar Argentína mætti Englandi. Maradona fékk sendingu og í stað þess að skalla boltann þá kýldi hann boltann í markið með vinstri hendi. Dómari leiksins sá ekki að það var hendi og dæmdi markið gilt. Ef myndbandstækin hefði verið orðin betri er ljóst að markið hefði ekki fengið að standa en það að markið fékk að standa hefur gert það frægt. Maradona skoraði annað sögufrægt mark í sama leik sem oft er kallað mark aldarinnar þegar hann rakti boltann upp allan völlinn og skoraði.