Fara í innihald

Hvarfbaugur nyrðri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimskort er sýnir hvar hvarfbaugur nyrðri liggur.
Heimskort er sýnir hvar hvarfbaugur nyrðri liggur.
Skilti sem sýnir mörk hvarfbaugs nyrðri í Madhya Pradesh fylkisins á Indlandi.
Skilti sem sýnir mörk hvarfbaugs nyrðri í Madhya Pradesh-fylki á Indlandi.
Mynd (með enskum texta) er skýrir tengsl halli jarðmönduls við hvarfbaugana og heimskautabaugana.
Mynd (með enskum texta) er sk��rir tengsl halla jarðmönduls við hvarfbaugana og heimskautabaugana.

Hvarfbaugur nyrðri, sem einnig er nefndur Krabbabaugur, er norðlægasta breiddargráða jarðar þar sem sólin getur verið beint yfir. Þetta gerist á sumarsólstöðum, þegar norðurhvel jarðar hallar að sólu að hámarki og sólargangurinn er lengstur. Það nær einnig 90 gráðum undir sjóndeildarhringinn á miðnætti sólar á vetrarsólstöðum, þegar sólargangurinn er stystur.

Þegar sólin er hæst á lofti á jafndægri á hausti og vori stendur sólin í hvirfilpunkti á miðbaug. Þá er hún á miðjum himni og skín beint ofan á hvirfilinn þannig að hvergi er skugga að sjá. Vegna halla jarðmöndulsins um 23,5° er sól í hvirfilpunkti á mismunandi um breiddargráðum eftir því hvenær ársins er.

Jafngildi hvarfbaugs nyrðri á suðurhveli er hvarfbaugur syðri (eða Steingeitarbaugur).

Hvarfbaugar geta einnig komið fyrir í samspili stjórnmála og landafræði sem landfræðileg afmörkun. Hvarfbaugur nyrðri er þannig notaður til takmörkunar á gagnkvæmri varnarskyldu Atlantshagsbandalagsins, í stofnsáttamála bandalagsins (grein 6.). Þar eru aðildarríki NATO ekki skuldbundin til að koma til varnar öðrum bandalagsríkjum á land- eða hafsvæði sunnan við Hvarfbaug nyrðri.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. NATO (4. apríl 1949). „The North Atlantic Treaty“. NATO. Sótt 26. júlí 2022.