Fara í innihald

Lyf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Margar lyfjategundir má gefa á töfluformi.

Lyf er náttúrulegt eða tilbúið efnasamband sem notað er til að greina, koma í veg fyrir, meðhöndla eða draga úr einkennum sjúkdóms, þar á meðal sársauka, í mönnum og dýrum. Læknir (þar með talinn tannlæknir eða dýralæknir) þarf að tiltaka flestar tegundir lyfja fyrir sjúklinga með lyfjaseðli.

Algengasta flokkun lyfja er ABC-kerfið sem þróað var af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunininni árið 1976. Í þeirri flokkun er lyfjum skipt í 14 hópa eftir líkamshlutum (þ.e. þeim líkamshluta sem lyfið verkar á).

Lyf eru til á mismunandi formum og því eru til ýmsar leiðir til að gefa lyf. Lyf má gefa munnleiðis sem töflur, hylki eða vökva; með sprautu í æð, vöðva eða undir húðina; sem áburður á viðkomandi svæði, t.d. á húðina eða í augun, eyrun, endaþarminn eða leggöngin; um nefið eða í lungun (innöndunarlyf).

Lyfjategundir

Tengt efni

Heimild

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.