Fara í innihald

Ermarsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattarmynd af Ermarsundi með helstu örnefni merkt inn

Ermarsund er sund í Atlantshafi á milli meginlands Evrópu (Frakklands) og eyjunnar Stóra-Bretlands og tengir Norðursjó við Atlantshafið. Nafnið kemur úr frönsku; La Manche, „ermin“. Á ensku er það kallað: English Channel. Það er um 560 km langt og breiðast 240 km, en mjóst 34 km, á milli borganna Dover og Calais.

Árið 1988 var byrjað að grafa lestargöng undir Ermarsundið og voru þau opnuð 1994 og tengja saman England og Frakkland. Göngin eru 50,5 km löng. Um þau fara hraðlestir sem kallast Eurostar.

Í sundinu eru Ermarsundseyjar, nær Frakklandi. Syllingar og franska eyjan Ouessant mynda vesturmörk sundsins.

Íslendingar sem synt hafa yfir Ermarsundið[breyta | breyta frumkóða]

Ermarsundið er stundum kallað „Mount Everest sjósundmanna“ en að synda yfir sundið er eitt og sér mikið afrek. Einungis um helmingur þeirra sem reynir að synda yfir sundið nær því í fyrstu tilraun. Fyrstur til að synda yfir sundið var Matthew Webb en hann synti yfir sundið 24. ágúst 1875. Á næstu 36 árum voru gerðar 80 tilraunir til að synda yfir sundið, án árangurs. Fyrsta konan til að synda yfir Ermarsundið var Gertrude Ederle en hún gerði það 6. ágúst árið 1926

Fyrsti íslenski karlinn til að synda yfir Ermarsundið var Benedikt Hjartarson, en það gerði hann 16. júlí 2008. Fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermarsundið var Sigrún Þuríður Geirsdóttir, en það gerði hún 8. ágúst 2015. Hún var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að ná að synda yfir Ermarsundið í fyrstu tilraun.

Alls hafa sjö Íslendingar gert samtals 13 tilraunir til að synda yfir Ermarsundið.

Nafn Dagsetning Sundtími Athugasemd
Benedikt Hjartarson[1] 16. júlí 2008 16 klst. og 1 mín. Gerði einnig tilraun árið 2007
Sigrún Þuríður Geirsdóttir[2] 8. ágúst 2015 22 klst. og 34 mín.
Ásgeir Elíasson[3] 7. september 2015 17 klst. og 16 mín.
Árni Þór Árnason[4] 7. september 2015 20 klst. og 47 mín. Gerði einnig tilraun árið 2011
Eyjólfur Jónsson[5] Gerði 3 tilraunir á árunum 1958 og 1959
Benedikt LaFleur[6] Gerði 3 tilraunir á árunum 2007 og 2008
Jón Kristinn Þórsson[7] Gerði tilraun árið 2018

Íslenskar boðsundssveitir sem synt hafa yfir Ermarsundið[breyta | breyta frumkóða]

Alls hafa 34 sundmenn synt yfir Ermarsundið í sex boðsundssveitum frá Íslandi, þar af fimm karlar og 29 konur[8]. Ein þessara kvenna, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, hefur synt þrisvar sinnum yfir Ermarsundið í boðsundi og einu sinni synt yfir það ein.

Boðsundssveit Dagsetning Sundtími Sundmenn
Icelandic Open Water[9] 21. september 2012 12 klst og 44 mín Árni Þór Árnason, Ásgeir Elíasson, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Björn Ásgeir Guðmundsson, Hálfdán Freyr Örnólfsson, Kristinn Magnússon
Sækýrnar[10] 25. júní 2013 19 klst og 32 mín Anna Guðrún Jónsdóttir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, Kristín Helgadóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Sigrún Þuríður Geirsdóttir
Yfirliðið[11] 20. júlí 2014 13 klst og 31 mín Corinna Hoffmann, Helga Sigurðardóttir, Harpa Hrund Berndsen, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Sædís Rán Sveinsdóttir
Marglytturnar[12] 10. september 2019 15 klst Birnar Bragadóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Halldóra Gyða Proppe, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Sigurlaug María Jónsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir
Bárurnar[13] 7. júní 2022 16 klst og 4 mín Bjarnþóra Egilsdóttir, Elsa Valsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Harpa Leifsdóttir, Jórunn Atlasdóttir, Sigríður Lárusdóttir
Hafmeyjurnar[14] 29. júní 2024 17 klst og 7 mín Agnieszka Narkiewicz-Czurylo, Birna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Erna Héðinsdóttir, Kath Davíðsdóttir, Magnea Hilmarsdóttir, Sara Friðgeirsdóttir
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Benedikt Hjartarson reynir aftur við Ermarsund“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  2. „Synti yfir Ermarsund“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  3. „Ásgeir kominn yfir Ermarsund“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  4. „Árni komst yfir Ermarsundið“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  5. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. júlí 2024.
  6. „Benedikt Lafleur reynir við Ermarsund í þriðja sinn - Vísir“. visir.is. 25. júní 2008. Sótt 2. júlí 2024.
  7. „„Finnst eins og ég hafi klárað þetta". www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  8. „23 íslenskar konur hafa synt yfir Ermarsundið“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  9. BBI (22. september 2012). „Syntu boðsund yfir Ermarsundið - Vísir“. visir.is. Sótt 2. júlí 2024.
  10. „Sækýrnar syntu yfir Ermarsundið“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  11. Ólason, Samúel Karl (24. júlí 2014). „Yfirliðið synti yfir Ermarsundið - Vísir“. visir.is. Sótt 2. júlí 2024.
  12. „Marglyttunum tókst ætlunarverkið“. www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.
  13. „Bárurnar syntu yfir Ermarsundið á 16 tímum - RÚV.is“. RÚV. 8. júní 2022. Sótt 2. júlí 2024.
  14. „Sigruðu „grafreit draumanna". www.mbl.is. Sótt 2. júlí 2024.