Fara í innihald

Spjall:Borgaklasi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samheiti við risaborg? --Akigka (spjall) 8. desember 2012 kl. 17:58 (UTC)[svara]

Og á væntanlega að vera borgarklasi. --Akigka (spjall) 8. desember 2012 kl. 17:59 (UTC)[svara]
Já, alla vega ekki „borgarklassi“. Spurning hvort þetta er samt ekki „borgaklasi“ fremur en „borgarklasi“. Er orðið „risaborg“ notað víða? --Cessator (spjall) 8. desember 2012 kl. 19:32 (UTC)[svara]
Veit einhver um dæmi um það að stórborgir hafi vaxið saman? Er þetta ekki frekar spurning um enska hugtakið metropolitan area, sem yfirleitt táknar stórborg ásamt úthverfum sínum og smærri bæjarfélögum (sem þó geta oft verið ansi stór) sem eru viðkomandi borg samvaxin. Samanber Big London area, eða hér heima Stór Reykjavíkursvæðið. Mér er oftast að sýnast að slík svæði séu kend við grunnborg og svo bætt við öllu samvöxnu svæði þeirra. Spurning hvaða hugtak það er á íslensku, ekki er það stórborg, en stórborgar svæði? Orðabókin gefur það upp sem þýðingu á metropolitan area. Bragi H (spjall) 9. desember 2012 kl. 10:06 (UTC)[svara]
Ég held að samsvarandi enska hugtakið sé conurbation, sem á við hóp borga sem hafa vaxið saman. Dæmi um svona borgaklasa er að finna á austurströnd Bandaríkjanna, til dæmis New York–Newark–Jersey City, og borgir í Evrópu á borð við Katowice í Suður-Póllandi og Amsterdam–Rotterdam–Haag–Utrecht í Hollandi. Maxí (spjall) 9. desember 2012 kl. 10:33 (UTC)[svara]
Hugtökin urban agglomeration, megalopolis og megacity eru líka til. Megacity er notað um borgir með yfir 10 milljónir íbúa. Í ensku greininni segir „A megacity can be a single metropolitan area or two or more metropolitan areas that converge.“ Hugtakið metroplex er líka notað. Það er útskýrt svona: „A metroplex is a contiguous metropolitan area that has more than one principal anchor city of near equal importance.“ Það á kannski betur við en megalopolis eða megacity og fjöldi dæma til, s.s. Kyoto-Osaka-Kobe og Baltimore–Washington (sem er ekki beint Stór-Baltimore svæðið eða Stór-Washington svæðið). --Cessator (spjall) 9. desember 2012 kl. 11:50 (UTC)[svara]