Fara í innihald

Teresa frá Ávila

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upphafning heilagrar Teresu eftir Gian Lorenzo Bernini frá 1652.

Teresa frá Ávila (28. mars 1515 – 4. eða 15. október 1582) var karmelnunna, spænskur dulvitringur og kirkjuumbótakona á tímum gagnsiðbótarinnar. Ásamt munkinum Jóhanni af krossinum stofnaði hún reglu berfættra karmelíta sem var formlega viðurkennd af páfa árið 1580.

Hún skrifaði vinsælar bækur sem fjall um kristna hugleiðslu og kristna dulspeki. Ævisaga hennar, Bókin um líf mitt, var rituð um 1562 til 1565 og kom út eftir dauða hennar. Vegurinn til fullkomleikans er leiðbeiningarrit fyrir nunnur Karmelreglunnar og kom út árið 1566. Þekktasta bók hennar er Höllin hið innra sem kom fyrst út árið 1577. Þar er sálinni líkt við höll með sjö garða sem eiga að tákna sjö stig sálarinnar á leið sinni að sameiningu við guð.

Gregoríus 15. tók hana í dýrlingatölu fjörutíu árum eftir dauða hennar, 1622. Þann 27. september 1970 lýsti Páll 6. páfi hana fyrsta kvenkyns kirkjufræðarann.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.