Fara í innihald

Spjall:Bălţi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki málið að hafa titilinn aðeins íslenskuvænni? Eins og "Balti" en taka fram "Bălţi" í greinninni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 23. september 2007 kl. 20:00 (UTC)[svara]

Mér hefur alltaf fundist það - en þú athugar að hér eru margir sem börðust hart fyrir því að íslenskir stafir héldust í íslenskum heitum á ensku wikipediu... --Akigka 23. september 2007 kl. 20:18 (UTC)[svara]
Eins og hvað? Ísland er að sjálfsögðu kallað Iceland. --Steinninn 23. september 2007 kl. 20:21 (UTC)[svara]
en:Guðbrandur Vigfússon en ekki Gudbrandur Vigfusson, en:Goðafoss en ekki Godafoss, en:Þingvellir en ekki Thingvellir...--Akigka 23. september 2007 kl. 20:31 (UTC)[svara]
Nei, þetta ætti að vera titillinn. Það má hins vegar gera tilvísun. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. september 2007 kl. 23:00 (UTC)[svara]
Ég fór nú að lesa Hjálp:Handbók#Nafnavenjur og þar eiga lönd að vera á íslensku ef búið er að búa til íslenskt heiti á það. Sama finnst mér eiga við um borgir. Ef til er íslenskt heiti á það að vera notað. Ef ekki, þá er upprunalega nafnið notað. Balti skal það vera. --Steinninn 24. september 2007 kl. 00:09 (UTC)[svara]
Lykilhlutinn í þessu sem þú vitnar í er „ef búið er að búa til íslenskt heiti á það“. Er það þannig? --Bjarki 24. september 2007 kl. 00:13 (UTC)[svara]
Íslendingar hafa hingað til verið blóðlatir að búa til heiti yfir eitthvað yfir höfuð en það sem ég átti við í byrjun er að það mun engin leita af "Bălţi" á íslensku lykklaborði og reikna ég ekki með því að margir kunni að stafsetja þetta. Fyrst að þetta er ekki þekkt undir neinu almennilegu nefni á íslenku væri hægt að kalla þetta eftir þýðingu orðsins/nefnsins og notast svo við tilvísanir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. september 2007 kl. 00:24 (UTC)[svara]
Balti er væntanlega það sem íslendingur myndi pikka inn ef hann vildi fræðast um þessa moldóvsku iðnaðarborg, þar er tilvísun á stafsetningu heimamanna. Það er ekkert vandamál hérna. --Bjarki 24. september 2007 kl. 00:28 (UTC)[svara]