Fara í innihald

Spjall:Uppvakningur

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég er engu nær, en á þetta ekki að vera einvers konar "draugur" látins manns? (Spyr sá sem ekki veit.) Thvj 08:31, 16 ágúst 2007 (UTC)

Já satt. 'Goðsagnavera' finnst mér ekki passa. Frekar 'yfirnáttúruleg vera' eða eitthvað annað. --Baldur Blöndal 08:40, 16 ágúst 2007 (UTC)
Sammála BiT, en treystir sér e-r til að skrifa greinina um yfirnáttúrulegu veruna? Thvj 08:46, 16 ágúst 2007 (UTC)
Eru draugar ekki verur sem eiga að vera virkar og starfandi eftir sinn eigin dauða? Í tilfelli uppvakningsins þá er hann holdlegur í stað þess að vera andlegur, ég næ því ekki hversu "illskiljanlegt" ykkur finnst þetta. Ég veit ekki betur en Uppvakningar fyrirfinnist einungis í goðsögnum (múmíur, vampírur og jafnvel í vísindalegum búningi sbr. sagan um skrímslið hans Frankenstein) því skil ég heldur ekki af hverju og finnst það reyndar fáránlegt að halda því fram að skilgreiningin "goðsagnvera" passi ekki. Það eru hundruð mismunandi útgáfur af goðsögnum um uppvakninga til, fer eftir landsvæðum, menningarheimum og tímabilum í sögunni, uppvakningur er líkami sem *vaknar aftur upp* frá dauðu, þar þurfa ekki endilega einhverjir "galdrar" að koma við sögu, Glámur í Grettissögu var t.d. ekki vakinn upp með "galdri" en hann var engu að síður uppvakningur og afturganga --Hati Hróðvitnis 19:02, 16 ágúst 2007 (UTC)
Hugtakið goðsagnavera á yfirleitt við um hluti sem koma fyrir í goðsögum, eins og Pegasos, Hýdru, Gorgónurnar, Auðhumlu, o.s.frv.. Þjóðsagnaverur koma svo fyrir í þjóðsögum (t.d. draugar í draugasögumm, nykrar í skrýmslasögum o.s.frv.). Glámur væri samkvæmt þessu "Íslendingasagnavera" ;) Mér finnst Flokkur:Yfirnáttúra vera ágætur fyrir uppvakninga. --Akigka 19:19, 16 ágúst 2007 (UTC)
Það er frekar yfirgrips mikill flokkur. Ég held að Flokkur:þjóðsagnaverur (sbr. uppvakninga í Vúdútrú og arabískra þjóðsagna) sé ágætur flokkur. Svo eru ótal dæmi til um goðsagnaverur sem deyja og rísa upp frá dauðum. Ég held ég þurfi ekki að taka dæmi. En þá er Flokkur:Goðsagnaverur betri en goðsagnafræði. Svo þurftu draugar til forna ekki endilega að vera andar, það er nýrri merking. Gunnar á Hlíðarenda var þess vegna ekki að kveða í anda, þetta var líkami hans upprisin úr haugnum. Sömuleiðis var upprisa Jesú Krist ekki eingöngu andleg, enda var líkami hans horfin þegar Magdalenu bar að garði og Jesú sagði lærisveinunum að snerta sig, svo hann var ekki andi. ... o.s.frv. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:43, 16 ágúst 2007 (UTC)
Það er líka ágætisflokkur, en þó ætti að taka tillit til þess að draugatrú er þjóðtrú sem tilheyrir ekki bara þjóðsögum, heldur líka t.d. opinberum trúarbrögðu (t.d. vúdútrú), alþýðutrú, og hjáfræði á borð við spíritisma og ýmis konar galdratrú sem enn er við lýði (nærtækt dæmi er Wicca). --Akigka 20:10, 16 ágúst 2007 (UTC)

Ég get ekki sætt mig við núverandi texta þar sem mér finnst hann ekki aðeins rangur (uppvakningar í norrænum þjóðsögum voru ekki alltaf "vaktir upp með galdri") heldur ansi fáránlegur þar sem norræna fyrirbærinu Draugi/uppvakning er líkt við afríska fyrirbærið Zombie, eru þessi fyrirbæri ekki þau sömu, norræna fyrirbærið uppvakningur/afturganga eða Draugur er sérstakt á sinn hátt því álít ég ekki vera hægt að taka bara einhvern texta frá "Zombie" á enska wikipedia, þýða og skella undir heitið Uppvakningur hérna.

Þessi fyrirbæri eru svipuð og hægt að taka bæði fyrir í þessari grein en þá þarf að gera ýtarlegri greinamun á Norræna Draugnum og Afríska Zombie.
Ekki taka aftur breytingar annarra, reynið frekar að lagfæra textann eða ræða málin fyrst. Auk þess væri ágætt ef þið skrifuðuð undir á spjallsíðum svo maður geti séð hver er að segja hvað (gæti verið að ég sé ekki að svara þeim sem tók aftur breytingar í heilu lagi áðan til dæmis). Það má vel vera að uppvakningur hafi upprunalega ekki átt neitt sameiginlegt með zombie, það er hins vegar alveg ljóst að síðan þá hefur merking orðsins breyst og það er klárlega notað sem þýðing á þessu orði. Það er alls ekki óeðlilegt að orð séu endurnýtt eða fái víðari merkingu, alveg eins og orðið draugur sem upprunalega merkir ekki neina andlega veru. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:45, 16 ágúst 2007 (UTC)
Þessi grein er orðin eins konar "uppvakningur", þegar henni er snúið til baka á byrjunarreit, þrátt fyrir ágætar tilraunir ýmissa til að gera hana wiki-tæka. (E.t.v. færi best á að eyða uppvakingnum, þ.a. við þyrftum ekki að eyða tíma í svona vitleysu.) Thvj 21:32, 16 ágúst 2007 (UTC)
Ekkert svona, fólk þarf bara að koma sér saman um hvernig best sé að lýsa þessu fyrirbæri og það er vel hægt og taka inn í myndina "norrænar/íslenskar" hugmyndir um uppvakningin sem og afrískar og annara menningarheima. Ég skal taka mig til og safna upplýsingum um þetta og byrja á þessu, en hef þó ekki tíma til að skrifa neitt núna, vinna í fyrramálið. --Hati Hróðvitnis 00:27, 17 ágúst 2007 (UTC)

Hvaða rugl er þetta? Maður reynir að betrumbæta hlutina pínulítið - og menn eru svo stífir að menn breyta í fyrra horf. Ég hef oft sett hérna inn á hlaupum - það sem ég hélt að væri vel gert - og svo hafa komið næmari augu og betrumbætt. Þannig á þetta að vera. En hvað er þetta eiginlega? - Hákarl.

er þetta skárra en það sem var? einsog lala þýðing úr ensku...Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.187.157 (spjall | framlög)

Já mun skárra finnst mér --85.220.43.151 15:51, 17 ágúst 2007 (UTC)
Mundu að skrifa undir! :) --Cessator 18:37, 17 ágúst 2007 (UTC)

Byrja umræðu um Uppvakningur

Byrja nýja umræðu