Fara í innihald

Spjall:Fylki Bandaríkjanna

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hér má nefna að fylki eru oft kölluð ríki. Thvj 2. ágúst 2010 kl. 23:47 (UTC)[svara]

Reyndar eru engin fylki í Bandaríkjunum. Það eru fyrst og fremst ríki. Reyndar eru líka nokkur samveldi en þau eru yfirleitt kölluð ríki. Það þyrfti að breyta þessari síðu alveg og öllum síðum þar ríki BNA eru kölluð fylki. Óli Gneisti (spjall) 18. apríl 2012 kl. 00:59 (UTC).[svara]

Þetta er ekki alveg rétt. Það eru engin fullvalda ríki í Bandaríkjunum. Þau geta t.d. ekki tekið þá ákvörðun að segja sig úr Bandaríkjunum. Sú tilraun hefur verið gerð og kostaði yfir hálfa milljón manna lífið. Og ef ríkin eru hvert og eitt í ríkjabandalagi sem er þannig að þau geta aldrei aftur sagt sig úr því, þá er óljóst í hverju fullveldið ætti að felast. Fullveldið tilheyrir í þessu tilviki alríkinu, því það eru Bandaríkin sem slík sem eru fullvalda ríki en ekki hvert og eitt ríki. Og ríkin, sem ekki eru fullvalda ríki, eru þaðan af síður sjálfstæð ríki þótt þau njóti ákveðins sjálfstæðis í sínum innri málum. En það er nú einmitt þessi þróun (þ.e. að ríkjabandalag hafi orðið fullvalda ríki -- e pluribus unum, eins og menn segja vestan hafs) sem hefur gefið mörgum tilefni til að kalla Bandaríkin eitt sinnar tegundar. Svo er annað sem varðar orðanotkun: það er rangt að það séu samveldi í Bandaríkjunum. Orðið commonwealth er notað í eldri merkingu í þessu samhengi og er bein þýðing (tökuþýðing) á latnesku orðunum res publica. Orðið commonwealth er sem sagt í þessu samhengi samheiti orðsins republic og það hangir ekkert meira á spýtunni. --Cessator (spjall) 18. apríl 2012 kl. 01:21 (UTC)[svara]
En það sem ræður úrslitum hér, held ég, er reyndar það að það er alsiða að tala um fylki Bandaríkjanna á íslensku, hvernig svo sem stjórnarskrárleg staða þeirra er nú. Þessi talsmáti er almennur, útbreiddur og viðurkenndur. --Cessator (spjall) 18. apríl 2012 kl. 01:23 (UTC)[svara]
Nú er einn notandi að breyta orðalagi á síðum um bandarísk ríki/fylki s.s frá fylki yfir í ríki. Skiptir orðavalið höfuðmáli. Eru þetta ekki samheiti?

Berserkur (spjall) 27. apríl 2017 kl. 00:22 (UTC)[svara]

Nei, fylki er almennt notað á íslensku yfir aðildarfylki Bandaríkjanna. Fylki er líka almennt notað á íslensku yfir aðila sambandsríkja. Það sem ruglar þetta er að fylki er líka almennt notað á íslensku yfir héruð sem njóta engrar sjálfstjórnar eins og í Noregi... en við leiðréttum ekki hér á WP það sem komin er aldalöng hefð fyrir að segja. --Akigka (spjall) 27. apríl 2017 kl. 08:58 (UTC)[svara]